Links
Archives
2. hæð til hægri
miðvikudagur, mars 31, 2004
Fyrirgefðu Bjössi - ég veit að þú stalst ekki tuskunni afþví að ÉG FANN TUSKUNA!........ á handriðinu á öðrum stigagangi.
Hmm, meikar ekki alveg sens en það sem skiptir máli er að tuskan er komin heim til sín.
Danni kom í heimsókn í gær og var hinn hressasti.
Fengum okkur börger og bjór á stað hér rétt hjá.
Ég er að drepast í gluggaveðri - sól og heiðskýrt úti og ég inni, en ekki lengi þarsem ég er á leið út!
Samt ekkert hlýtt þannig en með smá ímyndunarveiki þá er bara mjög hlýtt.
Vona að Bjössi tali aftur við mig - ég bauð honum meirasegja að fá tuskuna mína lánaða í sárabætur.... hann fussaði við því.
|
Hmm, meikar ekki alveg sens en það sem skiptir máli er að tuskan er komin heim til sín.
Danni kom í heimsókn í gær og var hinn hressasti.
Fengum okkur börger og bjór á stað hér rétt hjá.
Ég er að drepast í gluggaveðri - sól og heiðskýrt úti og ég inni, en ekki lengi þarsem ég er á leið út!
Samt ekkert hlýtt þannig en með smá ímyndunarveiki þá er bara mjög hlýtt.
Vona að Bjössi tali aftur við mig - ég bauð honum meirasegja að fá tuskuna mína lánaða í sárabætur.... hann fussaði við því.
|
mánudagur, mars 29, 2004
Ég hef ákveðið að hætta að pæla í þessari tusku - hún hlýtur bara að hafa verið ímyndun hvortsemer.
Hef samt ákveðið að framtíðar tuskur sem kynnu að birtast hér mun ég fanga og hlekkja við ofnana hér heima.
Það mun engin tuska hverfa af mínu heimili framar. Aldrei.
Ég er búinn að skúra og er það þrekvirki og næst á að vaska upp.
Ég sé alltaf eftir því að hafa hent uppþvottavélinni út fyrir þvottavél þegar ég á að vaska upp.
Hefur engum dottið í hug að hafa uppþvottavél, þvottavél og þurrkara í einu tæki?!
Já, Uppþvorrkaravél myndi hún heita - Þetta orð hlýtur að vera til í færeysku og þýðir ábyggilega vídjó eða vöfflujárn.
Ég þori varla að fara uppá stól og kíkja í gatið inná baði - er alveg viss um að það komi alien kvikindi og éti á mig gat.
Of mikið af sjónvarpsglápi - eða of lítið kanski frekar.
Þá er það ákveðið - ég ætla að prófa að vera sjónvarpsfíkill.
Nei annars, það er ekki nógu spennandi.
Hef þó ákveðið að tvöfalda verðlaunin fyrir þann sem finnur tuskuna mína eða veitir upplýsingar sem leiða til handtöku tusku þjófsins.
Sorry, en ég get bara ekki gleymt þessari tusku svona fljótt - þetta var alveg einstök tuska.
|
Hef samt ákveðið að framtíðar tuskur sem kynnu að birtast hér mun ég fanga og hlekkja við ofnana hér heima.
Það mun engin tuska hverfa af mínu heimili framar. Aldrei.
Ég er búinn að skúra og er það þrekvirki og næst á að vaska upp.
Ég sé alltaf eftir því að hafa hent uppþvottavélinni út fyrir þvottavél þegar ég á að vaska upp.
Hefur engum dottið í hug að hafa uppþvottavél, þvottavél og þurrkara í einu tæki?!
Já, Uppþvorrkaravél myndi hún heita - Þetta orð hlýtur að vera til í færeysku og þýðir ábyggilega vídjó eða vöfflujárn.
Ég þori varla að fara uppá stól og kíkja í gatið inná baði - er alveg viss um að það komi alien kvikindi og éti á mig gat.
Of mikið af sjónvarpsglápi - eða of lítið kanski frekar.
Þá er það ákveðið - ég ætla að prófa að vera sjónvarpsfíkill.
Nei annars, það er ekki nógu spennandi.
Hef þó ákveðið að tvöfalda verðlaunin fyrir þann sem finnur tuskuna mína eða veitir upplýsingar sem leiða til handtöku tusku þjófsins.
Sorry, en ég get bara ekki gleymt þessari tusku svona fljótt - þetta var alveg einstök tuska.
|
sunnudagur, mars 28, 2004
Hvernig á maður að skúra ólakkað trégólf, ekki parket - heldur bara spýtur sem eru pússaðar?
Má skúra svoleiðis gólf?
Er ég að koma uppum heimsku mína með þessum spurningum?
Búið að stela af manni 1 klukkutíma - núna er tveggja tíma munur á Íslandi og Danmörk.
Það býr eitthvað dýr í loftræstigatinu inná baði og það er líka draugur hér.
Ég heyri mjög oft eitthvað tíst í þessu gati þarna, mér er svosem sama - bara að ég fái ekki spánsku veikina, limafallasýki eða eitthvað þeim mun verr af þessu dýri.
Svo er það draugurinn, það er stór gangur að íbúðinni og endar hann við íbúðina hjá mér og þar er hurð og bavið hana mest spúkí gangur í heimi.
Ég loka þessari hurð að meðaltali 1 sinni á dag en næstum alltaf þegar ég kem heim þá er hún opin.
Ólíðandi.
Svo er einhver búinn að stela borðtuskunni minni fínu, ég gruna dýrið í holunni eða drauginn eða Bjössa.
Ég er mest farinn að hallast að því að Bjössi hafi nýtt sér tækifærið meðan ég skrapp á klósettið á föstudaginn og gripið skítuga og blauta tuskuna og smellt henni innásig.
Sumir stela sjónvörpum, aðrir notuðum borðtuskum.
Ég sakna tuskunnar minnar - verðlaunafé í boði.
|
Má skúra svoleiðis gólf?
Er ég að koma uppum heimsku mína með þessum spurningum?
Búið að stela af manni 1 klukkutíma - núna er tveggja tíma munur á Íslandi og Danmörk.
Það býr eitthvað dýr í loftræstigatinu inná baði og það er líka draugur hér.
Ég heyri mjög oft eitthvað tíst í þessu gati þarna, mér er svosem sama - bara að ég fái ekki spánsku veikina, limafallasýki eða eitthvað þeim mun verr af þessu dýri.
Svo er það draugurinn, það er stór gangur að íbúðinni og endar hann við íbúðina hjá mér og þar er hurð og bavið hana mest spúkí gangur í heimi.
Ég loka þessari hurð að meðaltali 1 sinni á dag en næstum alltaf þegar ég kem heim þá er hún opin.
Ólíðandi.
Svo er einhver búinn að stela borðtuskunni minni fínu, ég gruna dýrið í holunni eða drauginn eða Bjössa.
Ég er mest farinn að hallast að því að Bjössi hafi nýtt sér tækifærið meðan ég skrapp á klósettið á föstudaginn og gripið skítuga og blauta tuskuna og smellt henni innásig.
Sumir stela sjónvörpum, aðrir notuðum borðtuskum.
Ég sakna tuskunnar minnar - verðlaunafé í boði.
|
fimmtudagur, mars 25, 2004
Mikið þykir mér að Ítalir ættu að taka Dani til fyrirmyndar að einu leyti.
Það eru engar dúfur útum allt með sín óhljóð og leiðindi fyrir utan hvað þetta eru viðbjóðsleg kvikindi.
Danir eru nefninlega seigir að vera með allskonar system til að varna því að dúfur hangi hér og þar.
Dúfur eru ekkert annað en fljúgandi rottur og finnst mér að íslenska ríkið ætti að vera með verðlaunafé fyrir hvern dúfuhaus sem maður kemur með, svona eins og með minkana nema að ég held að maður fái ekkert fyrir minnkahausinn - bara skottið..... maður ætti kanski að koma með hausinn og skottið í hagkaupspoka til Óla grís, bara svona til að maður fái pottþétt 3000 kallinn - eða ætli sé nóg að senda þetta bara í pósti?
Fór með vinnunni á The Sound of Music í gærkveldi - skildi ekki helminginn enda var þetta á dönsku.
Kíktum svo nokkur á Gamle Kongevej halvfems og fengum okkur "langann bjór" en það er Carlsberg sem tekur 15 mínótur að verða reddý þannig að þegar maður pantar kranabjór þá fær maður flöskubjór á meðan maður bíður eftir hinum.
Er leikhús á Íslandi? var ég spurður um í gær.
Þarf að svara þessu?
Ég svaraði þó jú og að ég hefði séð þetta leikrit á Íslandi og á íslensku, en þá sagði þessi manneskja " já, þú hefur semsagt séð þetta í sjónvarpinu".
Og þá gafst ég upp.
Ég hélt að ég hefði klárað kvótann á heimskulegum spurningum um Ísland á Ítalíu en það virðist ekki vera.
|
Það eru engar dúfur útum allt með sín óhljóð og leiðindi fyrir utan hvað þetta eru viðbjóðsleg kvikindi.
Danir eru nefninlega seigir að vera með allskonar system til að varna því að dúfur hangi hér og þar.
Dúfur eru ekkert annað en fljúgandi rottur og finnst mér að íslenska ríkið ætti að vera með verðlaunafé fyrir hvern dúfuhaus sem maður kemur með, svona eins og með minkana nema að ég held að maður fái ekkert fyrir minnkahausinn - bara skottið..... maður ætti kanski að koma með hausinn og skottið í hagkaupspoka til Óla grís, bara svona til að maður fái pottþétt 3000 kallinn - eða ætli sé nóg að senda þetta bara í pósti?
Fór með vinnunni á The Sound of Music í gærkveldi - skildi ekki helminginn enda var þetta á dönsku.
Kíktum svo nokkur á Gamle Kongevej halvfems og fengum okkur "langann bjór" en það er Carlsberg sem tekur 15 mínótur að verða reddý þannig að þegar maður pantar kranabjór þá fær maður flöskubjór á meðan maður bíður eftir hinum.
Er leikhús á Íslandi? var ég spurður um í gær.
Þarf að svara þessu?
Ég svaraði þó jú og að ég hefði séð þetta leikrit á Íslandi og á íslensku, en þá sagði þessi manneskja " já, þú hefur semsagt séð þetta í sjónvarpinu".
Og þá gafst ég upp.
Ég hélt að ég hefði klárað kvótann á heimskulegum spurningum um Ísland á Ítalíu en það virðist ekki vera.
|
mánudagur, mars 22, 2004
Jæja, kominn aftur heim til Köben!
Mikið fjör í Osló, ekki séð frænku í 3 ár! Magnað hvað tíminn fýkur.
Mikið finnst mér ég skilja norsku betur en dönsku, alveg magnað.
Það munaði engu að ég missti af fluginu heim, ég var hinn rólegasti og fékk mér einhverja vonda samloku á flugvellinum í Osló og svo rölti ég rólegur í átt að tímatöflunni og þar stóð "Gate Closing" og ég tók þá á rás einsog köttur með sinnep í rassi og rétt náði að góma manninn sem tjékkaði inn og kom inní vél móður og másandi.
Þvílíkt alveg, en náði þó djöfuls vélinni.
Þvílík okurbúlla sem Noregur er, vá maður.
Farinn að skúra af mér eftir Norge.
|
Mikið fjör í Osló, ekki séð frænku í 3 ár! Magnað hvað tíminn fýkur.
Mikið finnst mér ég skilja norsku betur en dönsku, alveg magnað.
Það munaði engu að ég missti af fluginu heim, ég var hinn rólegasti og fékk mér einhverja vonda samloku á flugvellinum í Osló og svo rölti ég rólegur í átt að tímatöflunni og þar stóð "Gate Closing" og ég tók þá á rás einsog köttur með sinnep í rassi og rétt náði að góma manninn sem tjékkaði inn og kom inní vél móður og másandi.
Þvílíkt alveg, en náði þó djöfuls vélinni.
Þvílík okurbúlla sem Noregur er, vá maður.
Farinn að skúra af mér eftir Norge.
|
fimmtudagur, mars 18, 2004
St. Patrick's var í gær og því var tækifærið notað til að kíkja út.
Ég og bjössi og vinur hans kítum á Taco stað og fengum okku yfirsaltað kjúklinga-burito.
Fórum svo á stúdenta menninguna á menningarstað. Ok þetta var bar. Busted.
Þar var mikið af fólki enda einhver spes dagur líka þar.
Ég hvet alla karlmenn, hýra jafnt sem ekki, að klippa sig ef þeir eru með sítt hár.
Þetta er svo ömurlega hallærislegt að það er ekki fyndið.
Fyrir utan ömurlegu kækina sem fylgja;
Passa sig að líta alltaf nógu hratt til hliðar svo að hárið sveiflist til.
Blása hárið frá smettinu.
Troða hárinu bakvið eyrun bara til að líta ennþá asnalegri út.
Nota gamla nælonsokka (búnir að kaupa sér nýja) til að binda hárið í tagl.
og fleira og fleira.
Væluseggir geta farið hingað.
eða farið í klippingu - mæli með því frekar.
Jæja, Venezuela - þetta er rusalegt, vitleysa að segja að hún væri ljót - það væri hrein lygi.
|
Ég og bjössi og vinur hans kítum á Taco stað og fengum okku yfirsaltað kjúklinga-burito.
Fórum svo á stúdenta menninguna á menningarstað. Ok þetta var bar. Busted.
Þar var mikið af fólki enda einhver spes dagur líka þar.
Ég hvet alla karlmenn, hýra jafnt sem ekki, að klippa sig ef þeir eru með sítt hár.
Þetta er svo ömurlega hallærislegt að það er ekki fyndið.
Fyrir utan ömurlegu kækina sem fylgja;
Passa sig að líta alltaf nógu hratt til hliðar svo að hárið sveiflist til.
Blása hárið frá smettinu.
Troða hárinu bakvið eyrun bara til að líta ennþá asnalegri út.
Nota gamla nælonsokka (búnir að kaupa sér nýja) til að binda hárið í tagl.
og fleira og fleira.
Væluseggir geta farið hingað.
eða farið í klippingu - mæli með því frekar.
Jæja, Venezuela - þetta er rusalegt, vitleysa að segja að hún væri ljót - það væri hrein lygi.
|
mánudagur, mars 15, 2004
Ég er að fara á Britney Spears tónleika þann 9. maí - pælið í því.
Ég ætlaði að reyna að komast á Metallica í maí en núna fær maður ekki nema einhver sæti sem gætu alvegeins verið í annari borg.
En ég og Bjössi mætum í spandex gallanum og með glimmerflétturnar.
Þá er ég búinn að breyta miðanum góða og fer til Noregs næstu helgi - tek frí föstudag og mánudag þannig að þetta verður löng helgi og fín.
Glæpamenn samt - þurfti að borga 2/3 af upprunanlega verðinu, þau kunna þetta þessi lággjaldaflugfélög.
En það verður gaman að kíkja til Oslóar.
Eru menn alveg að glopra vitinu yfir þessum dalli uppí fjöru með úldnandi síld í? maður bara spyr.
Geta þeir ekki aulað svona dalli útá sjó - ég veit ekki betur en að mönnum hafi tekist að byggja þvílíka pýramída með handafli.
|
Ég ætlaði að reyna að komast á Metallica í maí en núna fær maður ekki nema einhver sæti sem gætu alvegeins verið í annari borg.
En ég og Bjössi mætum í spandex gallanum og með glimmerflétturnar.
Þá er ég búinn að breyta miðanum góða og fer til Noregs næstu helgi - tek frí föstudag og mánudag þannig að þetta verður löng helgi og fín.
Glæpamenn samt - þurfti að borga 2/3 af upprunanlega verðinu, þau kunna þetta þessi lággjaldaflugfélög.
En það verður gaman að kíkja til Oslóar.
Eru menn alveg að glopra vitinu yfir þessum dalli uppí fjöru með úldnandi síld í? maður bara spyr.
Geta þeir ekki aulað svona dalli útá sjó - ég veit ekki betur en að mönnum hafi tekist að byggja þvílíka pýramída með handafli.
|
laugardagur, mars 13, 2004
Dominos pizza í Danmörku er ekki næstum eins góð og á Íslandi. Ég krefst skýringa.
Alltaf er MC-Viðurstyggðardonalds eins allstaðar.
Ömurlegt.
Í gærkveldi fórum ég og Heimir og Bjössi á Moose og fórum svo á Djass Club og þvílíkar drottningar þarna. Rusalegt.
Ég er viss um að ég sé alltaf að verða betri í dönsku en þótt það hljómi ótrúlega þá rugla ég Ítösku og dönsku saman - meikar ekki alveg sens, oftast er eitthvað ítalskt orð í þeim fáu setningum sem mér tekst að aula saman.
Nú sitjum ég og Heimir og Calli að glápa á fussball og svo ætlum við að kíkja eitthvað. Gaman saman.
Ég er algjör auli - ég pantaði miða til Oslo að heimsækja frænku mína sömu helgi og Danni kemur í heimsókn.
Gekk frá miðanum og var sáttur við að vera búinn að þessu og svo fattaði ég það. Djöfuls.
En það er hægt að breyta miðanum og það mun ég gera á mánudaginn eða mandag ( góður í dönsku mar)
Þetta blessast alltsaman.
|
Alltaf er MC-Viðurstyggðardonalds eins allstaðar.
Ömurlegt.
Í gærkveldi fórum ég og Heimir og Bjössi á Moose og fórum svo á Djass Club og þvílíkar drottningar þarna. Rusalegt.
Ég er viss um að ég sé alltaf að verða betri í dönsku en þótt það hljómi ótrúlega þá rugla ég Ítösku og dönsku saman - meikar ekki alveg sens, oftast er eitthvað ítalskt orð í þeim fáu setningum sem mér tekst að aula saman.
Nú sitjum ég og Heimir og Calli að glápa á fussball og svo ætlum við að kíkja eitthvað. Gaman saman.
Ég er algjör auli - ég pantaði miða til Oslo að heimsækja frænku mína sömu helgi og Danni kemur í heimsókn.
Gekk frá miðanum og var sáttur við að vera búinn að þessu og svo fattaði ég það. Djöfuls.
En það er hægt að breyta miðanum og það mun ég gera á mánudaginn eða mandag ( góður í dönsku mar)
Þetta blessast alltsaman.
|
fimmtudagur, mars 11, 2004
Ég held að ég labbi hægt, allavegana er það mjög oft sem ég er að labba - t.d. á Strikinu að ég tek eftir því að fólk labbar hraðar en ég.
Meirasegja pínulitlar konur á háhælum labba hraðar en ég.
Hálf glatað eitthvað.... þessvegna finnst mér alltaf svaka gaman að fara á svona rúllustigafæriband á flugvöllum og labba á því afþví þá stingur maður alla þá af sem föttuðu ekki að nota færibandið.
Fór að sjá Lord of the Rings III í gær - þetta var í annað sinn sem ég sá hana, en pælið í því að hún er ennþá sýnd í sal 1. í Danmörku. Þokkalega eftirá - góð mynd samt.
Rétt í þessu gerði ég merkilega uppgötvun - eitthvað sem kennarar eða tilvonandi kennarar ættu að tileinka sér.
Nú spyr vafalaust fólk sig af spenningi - hvað uppgötvun?
Það er hvorki meira né minna útskýring á þessu halv-tres bulli sem flækist fyrir allmörgum ef ekki flestum
Þetta kemur úr eld gamla daga því þá var eitthvað til sem hét "snes" sem var 20.
Þannig að:
halvtres = 3 x snes (20) = 60 - halv X snes (10) = 60 - 10 = 50.
tres = 3 x snes (20 = 60.
halvfjerds = 4 x snes (20) = 80 - halv x snes (10) = 80 - 10 = 70.
Firs = 4 x snes (20) = 80
halvfems = 5 x snes (20) = 100 - halv x snes (10) = 100 - 10 = 90
Finnst ykkur þetta ekki magnað.
|
Meirasegja pínulitlar konur á háhælum labba hraðar en ég.
Hálf glatað eitthvað.... þessvegna finnst mér alltaf svaka gaman að fara á svona rúllustigafæriband á flugvöllum og labba á því afþví þá stingur maður alla þá af sem föttuðu ekki að nota færibandið.
Fór að sjá Lord of the Rings III í gær - þetta var í annað sinn sem ég sá hana, en pælið í því að hún er ennþá sýnd í sal 1. í Danmörku. Þokkalega eftirá - góð mynd samt.
Rétt í þessu gerði ég merkilega uppgötvun - eitthvað sem kennarar eða tilvonandi kennarar ættu að tileinka sér.
Nú spyr vafalaust fólk sig af spenningi - hvað uppgötvun?
Það er hvorki meira né minna útskýring á þessu halv-tres bulli sem flækist fyrir allmörgum ef ekki flestum
Þetta kemur úr eld gamla daga því þá var eitthvað til sem hét "snes" sem var 20.
Þannig að:
halvtres = 3 x snes (20) = 60 - halv X snes (10) = 60 - 10 = 50.
tres = 3 x snes (20 = 60.
halvfjerds = 4 x snes (20) = 80 - halv x snes (10) = 80 - 10 = 70.
Firs = 4 x snes (20) = 80
halvfems = 5 x snes (20) = 100 - halv x snes (10) = 100 - 10 = 90
Finnst ykkur þetta ekki magnað.
|
þriðjudagur, mars 09, 2004
Jæja, þá mættur í baunaveldið.
Hér ætla ég að skrifa það sem á daga mína drífur hér í Danmörku.
Nú hef ég verið síðan 6. febrúar - rúmann mánuð. Magnað.
Ég fór síðustu helgi til Hølsterbro - eða Hulsturbrú.
Ekki get ég sagt að ég hafi séð mörg hulstur, en ég leitaði ekkert mikið svosem.
Fórum við Bjössi í heimsókn til hans Ísleifs sem býr þar, á Jótlandi - 4 tímar með lest frá Köben.
Það var mikið gaman, en mikið var maður þreyttur eftir þessa ferð.
Fórum niðrá sjó og reyndum að drekkja hundinum hans - en hann fékkst ekki til að elta steinana sem við hentum útí sjó.
Ábyggilega of gáfaður því við eltum alltaf steinana hjá hvorum öðrum útí sjó - en enginn er verri þó hann vökni.
Verst samt hvað buxurnar eyddust á hnjánum þegar við skriðum í sandinum.
Næstu helgi kemur Heimir í heimsókn frá Spáni - verður gaman að sjá framan í hann.
Vil þakka vaittokarhu sérstaklega fyrir einstaklega vitsmuni.
|
Hér ætla ég að skrifa það sem á daga mína drífur hér í Danmörku.
Nú hef ég verið síðan 6. febrúar - rúmann mánuð. Magnað.
Ég fór síðustu helgi til Hølsterbro - eða Hulsturbrú.
Ekki get ég sagt að ég hafi séð mörg hulstur, en ég leitaði ekkert mikið svosem.
Fórum við Bjössi í heimsókn til hans Ísleifs sem býr þar, á Jótlandi - 4 tímar með lest frá Köben.
Það var mikið gaman, en mikið var maður þreyttur eftir þessa ferð.
Fórum niðrá sjó og reyndum að drekkja hundinum hans - en hann fékkst ekki til að elta steinana sem við hentum útí sjó.
Ábyggilega of gáfaður því við eltum alltaf steinana hjá hvorum öðrum útí sjó - en enginn er verri þó hann vökni.
Verst samt hvað buxurnar eyddust á hnjánum þegar við skriðum í sandinum.
Næstu helgi kemur Heimir í heimsókn frá Spáni - verður gaman að sjá framan í hann.
Vil þakka vaittokarhu sérstaklega fyrir einstaklega vitsmuni.
|