<$BlogRSDURL$>

2. hæð til hægri

miðvikudagur, júní 30, 2004

Ég vil hér leiðrétta alvarlegann misskilning.
Tjaldpakkinn kostaði 349 en ekk 399 - biðst innilegrar afsökunar.

Ekki nóg með það heldur splæsti ég í stígvél og svona risa regngalladæmi, svona einsog regnteppi með gatí miðjunni fyrir hausinn og þar er hetta.
Djöfull verð ég vígalegur - en hver veit nema allar þessar rigningaspár verði að engu nema sólskini!

Ground control to major tom mætir ekki, helvítis - hefði verið gaman að sjá hann.

But - im a gonner, búinn að pakka og nú er að vaða uppí næstu lest og kíkja á svæðið.

Bless. |

mánudagur, júní 28, 2004

Splæsti í Roskilde Festival miða í dag. Ákvað það á laugardaginn þegar ég keypti mér tjald, svefnpoka, dýnu og tösku - pakki á 399 DKKR.
Hlakka mikið til, þetta verður magnað.

Hér er búið að rigna næstum linnulaust í 2 vikur - held að það hljóti þá að þýða að það verði sól og blíða næstu helgi!
Fjandinn, ég krefst þess!!

Já, búið að kjósa Óla sem sssseh president - en óvæntar niðurstöður..... not.
Annars voru þessi mótframbjóðendur bara grín.
Jólasveinn og vitfirringur á móti Óla grís.
Hefur ábyggilega verið ódýrasta kosningabarátta sunnan og norðan Alpafjallanna hjá Óla.
Karlgreyið - hann er ágætur.

Allir að muna að setja klinkið sitt í "Ástþór til Afganistans" baukinn sem er í öllum sjoppum - allavegana hér í köben.
|

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég er að drepast úr hungri.
Er farinn að renna hýrum auga til postulíns-fílsins - minnti mig skyndilega á gómsætan borgara frá Old West.....
Best að maður fari að gera eitthvað í þessu hungri.
Nú er reyndar ekki margt í stöðunni, ísskápurinn hérumbil tómur og það litla sem ég á er annaðhvort eldgamalt drasl sem er skemmt eða að ég get ekki hugsað mér að borða það vegna þess að ég enda alltaf að borða það og er kominn með leið á því...... helvítis jacobspíta með osti og sósu og drasli! may you rot in hell instead of my fridge!
Þannig að ég neyðist víst til að fara útá Tyrkjann og fá mér eitthvað góðgæti, þrælgóður Tyrki - held samt að þessi náungi sé langt frá því að vera frá Tyrklandi, ábyggilega úr einhverjum ættbálk í Ástralíu.

Ánægður með Óla grís og þar að taka það til alvarlegrar athugunar að hætta að kalla Óla grís.

Kristín María er í heimsókn og á föstudaginn kemur systir mín.

Sólin búin að yfirgefa mig og í staðinn kom rigning - gott að maður á góða Carlsberg regnhlíf sem maður getur ekki með nokkru móti munað eftir þegar maður fer út og svo bölvar maður sjálfum sér í sand og ösku þegar maður lekur innum dyrnar heima rennblautur og gefur regnhlífinni illt auga.



|

sunnudagur, júní 06, 2004

Ég held að ég sé kominn með tiltektaráráttu.
Ég tel að ástæðan sem liggur á bakvið það eru tíðar gestakomur sem hafa neytt mig til að taka til og hafa gestakomurnar verið all margar og hef ég slegið persónulegt met í t.d. að ryksuga.
Ekki svo að skilja að gestakomurnar hafi verið mér til ama -þvert á móti.
Málið er bara það að ég kem heim úr vinnunni oftast um 5 leytið og svo ranka ég við mér uppí sófa í svuntu og í gúmmíhönskum og með rúllur í hárinu og allt tandurhreint.
Ætli það sé eitthvað undarlegt efni í kaffinu í vinnunni - eða ætti ég kanski að hætta að japla á laufblöðunum af ómótstæðilega girnilegu plöntunni sem er inná skrifstofunni.....

Var í masókistaham í gær og glápti á Ísland - England. Hvílík hörmung.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?