<$BlogRSDURL$>

2. hæð til hægri

föstudagur, ágúst 06, 2004

Það var þvílíkt fjör á Roskilde.
Margt um dýrðir og yndislegheit.
Meiri drullu hef ég aldrei séð.

Rigningin er hætt og sólin komin - þvílíkur hiti og engin loftræsting í vinnunni.... great.
Alltaf hefur maður eitthvað að kvarta yfir - maður er fíbl.


Ég er með kenningu.

Nú er það frekar almenn skoðun að Bush sé auli.
Ég sá Farenheit 9/11 , sem fjallar um Bush og árásir á Two Tower og pentagon og svo stríðið í Afganistan og Írak ásamt fleiru sem gagnrýnir forsteta bandaríkjanna.

Ég held að ríkistjórnin og yfirmenn stórfyritækja ásamt öðrum valdamönnum stjórni landinu með ýmsum ráðum og held ég að þeir hafi komið Bush til valda til að augu manna berist ekki að þeirra skítverkum heldur frekar að forsetanum- hann er einsog vitlaust hirðfífl/strengjabrúða sem tekst oftar en ekki að gera sig að athlægi með heimskulegri málfarstækni og fávitaskap.
Ég gæti jafnvel trúað því að Michael Moore hafi verið fenginn til að búa til Farenheit 9/11 til að fá fólk á móti forsetanum svona rétt fyrir kosningar þannig að allir verði happy þegar nýr forseti verður kjörinn í BNA og spillingin getur haldið áfram og allur sorinn án þess að kanar fatti nokkuð.
þegar BNA er annarsvegar er allur sori mögulegur.

Pæling.


|

miðvikudagur, júní 30, 2004

Ég vil hér leiðrétta alvarlegann misskilning.
Tjaldpakkinn kostaði 349 en ekk 399 - biðst innilegrar afsökunar.

Ekki nóg með það heldur splæsti ég í stígvél og svona risa regngalladæmi, svona einsog regnteppi með gatí miðjunni fyrir hausinn og þar er hetta.
Djöfull verð ég vígalegur - en hver veit nema allar þessar rigningaspár verði að engu nema sólskini!

Ground control to major tom mætir ekki, helvítis - hefði verið gaman að sjá hann.

But - im a gonner, búinn að pakka og nú er að vaða uppí næstu lest og kíkja á svæðið.

Bless. |

mánudagur, júní 28, 2004

Splæsti í Roskilde Festival miða í dag. Ákvað það á laugardaginn þegar ég keypti mér tjald, svefnpoka, dýnu og tösku - pakki á 399 DKKR.
Hlakka mikið til, þetta verður magnað.

Hér er búið að rigna næstum linnulaust í 2 vikur - held að það hljóti þá að þýða að það verði sól og blíða næstu helgi!
Fjandinn, ég krefst þess!!

Já, búið að kjósa Óla sem sssseh president - en óvæntar niðurstöður..... not.
Annars voru þessi mótframbjóðendur bara grín.
Jólasveinn og vitfirringur á móti Óla grís.
Hefur ábyggilega verið ódýrasta kosningabarátta sunnan og norðan Alpafjallanna hjá Óla.
Karlgreyið - hann er ágætur.

Allir að muna að setja klinkið sitt í "Ástþór til Afganistans" baukinn sem er í öllum sjoppum - allavegana hér í köben.
|

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég er að drepast úr hungri.
Er farinn að renna hýrum auga til postulíns-fílsins - minnti mig skyndilega á gómsætan borgara frá Old West.....
Best að maður fari að gera eitthvað í þessu hungri.
Nú er reyndar ekki margt í stöðunni, ísskápurinn hérumbil tómur og það litla sem ég á er annaðhvort eldgamalt drasl sem er skemmt eða að ég get ekki hugsað mér að borða það vegna þess að ég enda alltaf að borða það og er kominn með leið á því...... helvítis jacobspíta með osti og sósu og drasli! may you rot in hell instead of my fridge!
Þannig að ég neyðist víst til að fara útá Tyrkjann og fá mér eitthvað góðgæti, þrælgóður Tyrki - held samt að þessi náungi sé langt frá því að vera frá Tyrklandi, ábyggilega úr einhverjum ættbálk í Ástralíu.

Ánægður með Óla grís og þar að taka það til alvarlegrar athugunar að hætta að kalla Óla grís.

Kristín María er í heimsókn og á föstudaginn kemur systir mín.

Sólin búin að yfirgefa mig og í staðinn kom rigning - gott að maður á góða Carlsberg regnhlíf sem maður getur ekki með nokkru móti munað eftir þegar maður fer út og svo bölvar maður sjálfum sér í sand og ösku þegar maður lekur innum dyrnar heima rennblautur og gefur regnhlífinni illt auga.|

sunnudagur, júní 06, 2004

Ég held að ég sé kominn með tiltektaráráttu.
Ég tel að ástæðan sem liggur á bakvið það eru tíðar gestakomur sem hafa neytt mig til að taka til og hafa gestakomurnar verið all margar og hef ég slegið persónulegt met í t.d. að ryksuga.
Ekki svo að skilja að gestakomurnar hafi verið mér til ama -þvert á móti.
Málið er bara það að ég kem heim úr vinnunni oftast um 5 leytið og svo ranka ég við mér uppí sófa í svuntu og í gúmmíhönskum og með rúllur í hárinu og allt tandurhreint.
Ætli það sé eitthvað undarlegt efni í kaffinu í vinnunni - eða ætti ég kanski að hætta að japla á laufblöðunum af ómótstæðilega girnilegu plöntunni sem er inná skrifstofunni.....

Var í masókistaham í gær og glápti á Ísland - England. Hvílík hörmung.

|

sunnudagur, maí 23, 2004

Veðrið er næstum því gott.
Algjört gluggaveður og ágætis hiti - 12° nema hvað að ískalt rok úr norður Atlandshafi gerir útaf við mann á nokkrum mínótum.

Metallica á miðvikudaginn og svo frí á föstudag og þriðjudag og miðvikudag.
Fullt af félögum að koma neðan af skeri til að fara á tónleikana. Verður pottþétt hörku stemming.
Maður er að fara á kostum varðandi tónleika.

Pæling að skella sér til Ítalíu í viku í sumar - það væri snilld svona í lok júlí.

Mér varð nóg boðið fyrir nokkrum klukkutímum og straujaði 6 skyrtur!!
Þetta hlýtur að vera eitthvað met, annað getur ekki verið.
Tilefnið var; 6 mjög krumpaðar skyrtur og nýtt straujárn með einhverju svaka gufusístemi.
Allavegana þá stend ég eftir með alla limi nokkuð heila og ókrumpaðar skyrtur.
Hugsa samt að það sé svoldið í það að ég endurtaki þennann leik í bráð, nefninlega alveg ferlega leiðinlegt.

Maður skammast sín fyrir stjórnvöld á Íslandi.
Alveg týpískt samt að þetta verði allt samþykkt og allir brjálaðir í nokkra daga en svo kemur nýtt "Séð og Heyrt" og allir gleyma öllu og kjamsa á kjaftasögum í staðinn.
Á Íslandi ríkir lýðræði - My ass!
|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég lét vaða og hringdi í Sturluna og bjóst við að heyra lærdómsmyglaða rödd hans, en nei, ekki alldeilis því hann var nýkominn til Asíu.
Ég og mitt gúbbí-minni var náttúrulega búinn að grjótgleyma því. En ég hefði átt að fatta það því það var einsog heilt fuglabjarg af Asíubúum að segja "Sökkí-sökkí, fæ dolla" í kringum Sturluna og hans vini eða hvort þeir hafi sagt "six dolla" afþví að dollarinn er svo lár.Ég lenti í því, einsog margir Íslendingar, að horfa á (mið)Erovision á laugardagskvöldið og ég væri til í að vita hvað áhorfendurnir sem voru á staðnum fengu eiginlega greitt mikið til að vera tapa sér í fagnaðarlátum í marga klukkutíma.
Ábyggilega stríðsglæpamenn og fangar sem heitið er sakaruppgjöf ef þeir standa sig vel í að hrópa og veifa einsog álfar.

Ekki bætti úr skák "þulurnar" eða þau sem sáu um að kynna og allt það.
Það þurfti ekki að fá sérfræðinga til því það var greinilegt að konugreyjið var með mikla sjónskekkju og litblindu því að klæðast "bleiku-hörmunginni" og "páska-bónusinnkaupapoka-kjólnum" var eitt og sér góð ástæða til að horfa ekki á þennann ófögnuð.

Húmorinn hjá þeim var líka einstakur og leit maður alltaf aulalega á þá sem sátu í kringum mann til að sjá hvort maður hefði ekki "fattað" brandarann, en þá sá maður sama aulalúkkið á hinum.

Íslenska lagið var svona lag að enginn fattar þegar það byrjar og byrjaði það einsog Jónsi væri að raula og í mútum, svo rembdist hann í hálfamínótu þannig að hausinn rétt tolldi, og svo var það búið.
Frameftir hélt ég í vonina að við myndum ekki fá neitt einasta stig í keppninni en varð svikinn með góðgerðar-meðaumkunar-stigum frá örfáum löndum.Af hverju er enginn sniðugur og byrjar að selja vansblöðrur og rjómatertu merktar fjölmiðlafrumvarpinu til að selja á Austurvelli á morgun og varpa þeim á DO og hans óþokkalýð.

Er búinn að segja mig úr Sjálfstæðisflokkinum og hvet alla þá sem eru skráðir í flokkinn að hugsa sinn gang vel og vandlega.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?