<$BlogRSDURL$>

2. hæð til hægri

föstudagur, apríl 23, 2004

Vei Tívolí!!
Ég er að fara á eftir í einhverja góða ælurólu, eða rússíbana.
Gaman gaman, svo eru alltaf tónleikar á hverju föstudagskvöldi - kíkjum á það.

Föstudagar eru ótrúlega oft vaska upp dagar hjá mér, mikið er maður latur að vaska upp.

Óli er Íslandsmeistari í einhverju í Tæ kvon dó, eða var það Íslandsmeistari í Tæ kvon dó??? hvað um það - til hamingju!
Kolóður maðurinn, sparkar í allt sem hreyfist með tilheyrandi óhljóðum.


Rjómablíðan farin og komin ský... ólíðandi.

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég held að það sem selt er í spreibrúsum sem er einhverskonar hreinsi eða sápu eitthvað sé allt það sama.
Það er allavegana hægt að nota það við hvað sem er.
Ég þreif baðið um daginn, sem er ekki frá sögu færandi nema það að ég var með eitthvað sápu-þrífingardót í sprautukönnu.
Allt gekk að óskum og allt orðið glimrandi hreint inná baði og svo fattaði ég 3 dögum seinna að ég hafði þrifið allt með blettahreinsi - svona sem maður spreyjar á föt og setur svo í þvottavélina......
skipti engu máli svosem, nema hvað manni sveið alltaf í sturtaniðurputtann og á öðrum ónefndum stöðum... gott að eiga nóg af plástrum.

Var að glápa á fússball í gær með Bjössa - Monaco vs. Chelsea og þeir klúðruðu þessu big time!

Skrítið með fótbolta, allir dettandi endalaust og ef einhver meiðir sig smá þá er um að gera að henda sér niður í grasið og rúllasér eins langt og maður getur.
Eða rúlla sér fram og til baka.
Fær spark í hendina, jæja best að henda sér í grasið og rúllasér aðeins - fínt að rúlla nokkrum sinnum yfir hönd sem er í mauki.

Það væri gaman að sjá þessa takta í öðrum íþróttum einsog blaki, golfi, pílukasti ofl.

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Hver haldiði að nenni að hanga í tölvunni þegar það er svona yndisleg blíða úti? ha?
Ekki ég, nóg að hanga inni í vinnunni - búið að vera um 15° og sól og snilld síðan þarsíðasta föstudag og það er bara apríl!

Pabbi kom á föstudaginn og ég kom honum skemmtilega á óvart þegar ég rétti honum miða á tónleika með Eric Clapton.
Hann rak upp stór augu og spurði hvað þetta væri og ég sagði að þetta væru 2 miðar á tónleika með Eric Clapton og þá sagði hann "Nei!"
Svo fórum við og það var þvílíkt fjör og alveg pakkað.

Nú er ég orðinn geðveikur og þykist ætla að hætta að drekka bjór nema mögulega örlítið um helgar.
Við skulum sjá til - Þannig að núna er það bara whiskey og vodka.

Er virkilega enginn þarna sem ætlar á Hróarskeldu 2004?!?!?!?!
trúi því tæplega.







|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Þá eru þeir farnir, il spagnolo e il italiano.

Á morgun kemur hann karl faðir minn í heimsókn frá Svíþjóð.
Er með massíft plott í gangi, segi frá því ettir helgi.
En það væri vitleysa að segja að við pabbi munum sitja heima á laugardagskvöldið næsta, það væri hrein lygi.

Hér er búin að vera sól og heiðskýrt í marga daga - þvílíkt gott mál, þ.e.a.s. um helgar og eftir kl 4 á virkum dögum því hina tímana er það hell.
Hvernig verður þetta í sumar þegar hitinn úti er 25°+, það verður þokkalegt - labbandi um í svitabaði og mollu því það er engin loftræsting í vinnunni.... maður ætti kanski að velta sér uppúr talkúm 2svar á dag eða raða dömubindum á sig til að taka mesta svitann og engar nærbuxur heldur fullorðins bleyjur og þá þarf maður ekki einusinni að reyna á sig til að fara á klósettið. Ætli það myndi nægja að skipta um 3svar í viku - þarf að spurja Pál Óskar að því.



|

sunnudagur, apríl 11, 2004

já, gleðilega páska!

Er að fara að ná í páskaeggið mitt - þökk sé Hörpu, en hún sendi pabba sinn til köben með egg til mín.
Takk takk.

Í heimsókn eru menn annarsvegar frá Ítalíu og hins vegar frá Spáni.
Raffaele (Lello) og Cesar. Mikið fjör,en mér líður eins og ég hafi ráðið 2 elda og uppvöskunar-buskur.

Fórum á Jazz House í gær og það var mikið fjör, Bjössi rétt fallinn í glyðru-gildru - en hann bjargaði sér uppá eigin spýtur. Seigur.

|

laugardagur, apríl 03, 2004

Hurðahúnn, hjól og auglýsingarskilti.
Hvað eru menn að hugsa?

Í heimsókn eru víðfrægir menn - lefólfur og bössmundur.
Fótbolti í imbanum en annars er rok og drasl úti samt sól.

Við erum að fara í dýragarðinn og er það liður í að trappa Bössólf niður í dýrafíkn og í leið er ferðin notuð til að kynda undir dýrafíkn hjá lefmundi.
Ég sjálfur ætla að reyna láta drauminn rætast og eigna mér apa og fara með hann heim.
Þá þarf ég ekki að ryksuga og vaska upp.
Shit - ætli greenpiece verði ekki með mótmæagöngu fyrir utan húsið hjá mér í fyrramálið.
Alltaf þegar greenpiece er í sjónvarpinu þá eru þeir í smábátum. Hvað er málið með þessa báta og greenpiece?
Geta ekki mótmælt neinu nema vera í björgunarvestum og í smábátum.
"hættum að myrða kindur og éta þær" segja þeir í smábátahöfninni í keflavík.

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Jæja - hverjir ætla á hróarskeldu 1-4 júlí!!!!??
Ég allavegana. Það verður snilld og ég hvet alla að mæta.

Til hamingju með afmælið Hafdís!

Nú fer að líða að hinum mánaðarlega atburði - sturtu.
Vona að ég eigi afturkvæmt eftir það.
Má maður ekki alveg nota uppþvottalög í staðinn fyrir sjampó...... eða rúðupiss??
Prófum það allavegana.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?