<$BlogRSDURL$>

2. hæð til hægri

sunnudagur, maí 23, 2004

Veðrið er næstum því gott.
Algjört gluggaveður og ágætis hiti - 12° nema hvað að ískalt rok úr norður Atlandshafi gerir útaf við mann á nokkrum mínótum.

Metallica á miðvikudaginn og svo frí á föstudag og þriðjudag og miðvikudag.
Fullt af félögum að koma neðan af skeri til að fara á tónleikana. Verður pottþétt hörku stemming.
Maður er að fara á kostum varðandi tónleika.

Pæling að skella sér til Ítalíu í viku í sumar - það væri snilld svona í lok júlí.

Mér varð nóg boðið fyrir nokkrum klukkutímum og straujaði 6 skyrtur!!
Þetta hlýtur að vera eitthvað met, annað getur ekki verið.
Tilefnið var; 6 mjög krumpaðar skyrtur og nýtt straujárn með einhverju svaka gufusístemi.
Allavegana þá stend ég eftir með alla limi nokkuð heila og ókrumpaðar skyrtur.
Hugsa samt að það sé svoldið í það að ég endurtaki þennann leik í bráð, nefninlega alveg ferlega leiðinlegt.

Maður skammast sín fyrir stjórnvöld á Íslandi.
Alveg týpískt samt að þetta verði allt samþykkt og allir brjálaðir í nokkra daga en svo kemur nýtt "Séð og Heyrt" og allir gleyma öllu og kjamsa á kjaftasögum í staðinn.
Á Íslandi ríkir lýðræði - My ass!




|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég lét vaða og hringdi í Sturluna og bjóst við að heyra lærdómsmyglaða rödd hans, en nei, ekki alldeilis því hann var nýkominn til Asíu.
Ég og mitt gúbbí-minni var náttúrulega búinn að grjótgleyma því. En ég hefði átt að fatta það því það var einsog heilt fuglabjarg af Asíubúum að segja "Sökkí-sökkí, fæ dolla" í kringum Sturluna og hans vini eða hvort þeir hafi sagt "six dolla" afþví að dollarinn er svo lár.



Ég lenti í því, einsog margir Íslendingar, að horfa á (mið)Erovision á laugardagskvöldið og ég væri til í að vita hvað áhorfendurnir sem voru á staðnum fengu eiginlega greitt mikið til að vera tapa sér í fagnaðarlátum í marga klukkutíma.
Ábyggilega stríðsglæpamenn og fangar sem heitið er sakaruppgjöf ef þeir standa sig vel í að hrópa og veifa einsog álfar.

Ekki bætti úr skák "þulurnar" eða þau sem sáu um að kynna og allt það.
Það þurfti ekki að fá sérfræðinga til því það var greinilegt að konugreyjið var með mikla sjónskekkju og litblindu því að klæðast "bleiku-hörmunginni" og "páska-bónusinnkaupapoka-kjólnum" var eitt og sér góð ástæða til að horfa ekki á þennann ófögnuð.

Húmorinn hjá þeim var líka einstakur og leit maður alltaf aulalega á þá sem sátu í kringum mann til að sjá hvort maður hefði ekki "fattað" brandarann, en þá sá maður sama aulalúkkið á hinum.

Íslenska lagið var svona lag að enginn fattar þegar það byrjar og byrjaði það einsog Jónsi væri að raula og í mútum, svo rembdist hann í hálfamínótu þannig að hausinn rétt tolldi, og svo var það búið.
Frameftir hélt ég í vonina að við myndum ekki fá neitt einasta stig í keppninni en varð svikinn með góðgerðar-meðaumkunar-stigum frá örfáum löndum.



Af hverju er enginn sniðugur og byrjar að selja vansblöðrur og rjómatertu merktar fjölmiðlafrumvarpinu til að selja á Austurvelli á morgun og varpa þeim á DO og hans óþokkalýð.

Er búinn að segja mig úr Sjálfstæðisflokkinum og hvet alla þá sem eru skráðir í flokkinn að hugsa sinn gang vel og vandlega.


|

föstudagur, maí 14, 2004

Brúðkaupsgeðveiki, hvaða voða mál er verið að gera úr þessu?!?
Ég er reyndar ekki Dani og er því ekki að missa mig af spenningi og klappa þegar ég sé danska fánann og tala um þetta allann daginn.
Enda er ég því mjög feginn.

Óli grís flýgur heim úr kynsvalli í Mexikó útaf hann fékk sms af forsetaskrifstofunni að allt væri að fara í hass útaf fjölmiðlafrumvarpi og fjölmiðlafrumvarpaði því Óli grís og mrs músarsjéff uppí rellu og uppá sker.
Rifust um hvalveiðiar í rellunni og mrs músarsjéff fór í fýlu og sagði : "þá fer ég bara til Danmerkur í brúðkaupið og gef þeim gleröskubakka sem ég fann útí vegkanti og sting undan Mary Donaldsen! múhahaha"

Einnig held ég að DO sé laumuhommi og þegar Óli grís kemur í havai skyrtunni með greitt í píku, með vindil og clint eastwood look og þrammar uppí ræðupúlt þar sem DO röflar slefandi og segir; Do I feel lucky? og fjölmiðlafrumvarpar fjölmiðlafrumvarpinu fyrir kosningu.
Þá brotnar DO saman og rífur í sundur skyrtuna sína í beinni og sést þá vöxuð bumban, sólbrúnn naflinn með pinna í og brjóstahaldari og segir DO ; já, ég er ekki lengur inní skáp og grípur HannesH og sleikir á honum eyrað og hristir svo krulluðu lokkana og setur á sig varalit og labbar útí sjó.

Annars held ég að Mary Donaldsen sé múslimskur hryðjuverkamaður í dulargerfi sem mun acta eftir því í athöfninni og mun sóðaskapurinn verða eftir því.

Grenjuvælsbrúðkaup.
|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Frunsa.
Ég fékk frunsu og er þar af leiðandi með frunsu akkúrat núna.
Af hverju getur maður ekki fengið frunsu einsog t.d. skvettu á sig - maður bara þurrkar hana af og búið mál.
En nei, ekki ennþá - manni er talin trú um að einhveð Sof-vír-sull lagi allt og geri mann að betri manni og sannfærir sjálfann sig að það geri allt betra sem getursvosem vel verið nema hvað að alltaf þegar ég fæ frunsu þá er það á sunnudegi þegar gamla (útrunna) Sof-vír-Sullið mitt er annaðhvort búið eða hefur lekið útum allt og öll apótek lokuð í kring.
Búinn að vera frunsufrír síðan einhverntímann í desember síðastliðinn minnir mig og svo dembist þetta á mig og maður lítur út einsog fífl. Nóg lítur maður út einsog fífl þegar maður er með bara frunsu, en svo fer maður að maka einhverju hvítu sulli á hana bara til að undnirstrika þetta alltsaman og beina athygli annara að því að maður sé með frunsu.
Aukaverkanir sem fylgja frunsu eru í mínu tilfelli vont skap.
Aldrei í heiminum er ég í eins vondu skapi og akkúrat þegar ég fæ frunsu.
Frunsa er túrinn minn.
Djöfull hata ég frunsur.

Bloggleysi, já - ég játa. Kenni gestagangi, góðu veðri og fyrst og fremst leti um það.

Er að fara á Hilton Hotel á morgun á ráðstefnu frá 8 - 16. Veit ekki hvort ég á að mæta í súddara eða kafarabúning eða bara beila og fara í sólbað í Nyhavn.
Ætli það væri ekki skemmtilegast að fara bara í Nyhavn, en miðað við hvað paparazzi gaurarnir elta mig mikið þá býst ég við að það væri í fréttunum seinna um kvöldið þannig að ég býst við að mæta.

Guðbrandur vinur minn varð pabbi um daginn. Til hamingju með stúlkuna!!!!
Myndarstelpa.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?